top of page
Kallaðu mig mr. Mustard
einleikur í fleiri þáttum
 
Rikki klikk, útskúfaður einsetukarl, hefur boðað til hljómsveitaræfingar; nú á loksins að taka upp plötuna með íslenskum þýðingum hans á öllum bítlalögunum. Öllum nema Mean Mr. Mustard. 
 
Sjáumst eftir eina, tvær
leikrit
 
Tvær konur, N og T, takast á við ástina og klisjurnar, eilífðina og biðina. Hvenær er loforð svikið?
Er hægt að eiga bæði það sem varð og það sem hefði getað

Rikki: Það eru bara til fjögur kvenandlit í heiminum. Tígull, Spaði, Hjarta, Lauf. . . Svo er að spila úr því og láta það ganga upp. Ég á fimm börn með fjórum. . . Fjögur börn með fimm konum. Það var vitlaust gefið . . . Eða þær alveg vel gefnar þannig, misvel . . . Það er svo gaman að sjá svona fallegar konur. 

Fósturvísur
ljóðabók
 
Gefin út hjá Populus Tremula á Akureyri í desember 2008.
30 dólgsljóð 18 ára stelpu sem þykist vita að hún veit ekki neitt. 
 

Skrif

N: Kannski er lítið eldhús og borðkrókur á miðju sviði, kolsvart beggja vegna. Kannski er hringstigi sviðshægra og upp af honum svalir eða pallur sem líka getur verið þilfar á skipi sem siglir vikulega inn í sólsetrið. Kannski er rúm sem markar hálft sviðið frá vinstri að miðju. Dauf lýsing. Stjörnubjart. Hinum megin er biksvört fjara með baldursbrám. Róla hangir aftarlega á sviðinu. Og riffill á veggnum? Afhverju er þessi riffill á veggnum? Hvar fékkstu hann?

 

T: Hvaða riffill?

 

N: Ekki skrifa svona ofan í mig . . .

Neðanbeltis
óútgefin ljóðabók
 
40 óhefðbundin ljóð sem vilja henda hamingjunni út á hafsauga.

V

Eftir matinn ystir mjólkina í kaffinu 

einhver gleymdi víst að fara í búð en suss-suss ekki gera veður 

sitt í hvorum enda sófans biðjum í hljóði fyrir ágætis kvöld-dagskrá því hvorugu langar í rúmið með allt þetta velmegunarspik sem sést svo bersýnilega núorðið með ljósin kveikt einsog við gerum það alltaf.

Kannski lærist okkur einhverntímann að elska það svart.

 

VI

Ég vil að þeir spili Led Zeppelin í brúðkaupinu okkar

Babe, I’m gonna leave you

í brúðkaupinu okkar

 

VII

Baldursbrá, fjölær jurt í fjörusandi

10-60 cm uppréttur stöngull,

auðvelt að slíta

frá gulu auga

stofnstæð, fjaðurskipt blöð

mörg blöð mörg

en aldrei nógu mörg til að ákveða sig

Vantar bara tíma, tíma, tíma

og vatn

og að klára

úr glasinu

sorgir sem þið getið ekki annars skorðað

þið sem kallið ykkur skáld

á skrift sem enginn skilur

 

pappírinn er þykkur

og ljóðið er ekki til í ykkur

þið sem kallið ykkur skáld.

 

 

 

 

 

BYLTING
grimmdarleikhús 
 
Prósaverk fyrir Útvarpsleikhúsið, flutt af Arnari Jónssyni í  þáttum Trausta Ólafssonar um Antonin Artaud, febrúar 2016. 

Örtröð í Laugardal, raðir þúsunda og þúsunda við tökuvélar og uppsögnum er sjónvarpað um allan heim. Raðir og raðir og raðir af íslendingum segja af sér ríkisborgararétti, afsala sér kosningarétti,

segja af sér. 

Og með fötur, fötur fullar af peningum á Austurvöll. Fötur fullar af peningum fjúka, tæmdar á bál og það rignir einhvernveginn ösku og Sigmundur í glugganum grætur því hann fær enga köku, bara ryk og kökk í hálsinn. 

Dreginn út og bundinn á bindinu við Bjarna sinn 

kyngja

samstíga hliðar saman hliðar 

fugladansinn og fólkið hlær úr sér blóðið eins og þeir hafa vogað sér í myrkrinu.

n. . .

LEIÐRÉTT
leikrit
Hulda og Jörgen eru hjón á besta aldri sem óboðinn og óvæntur gestur heimsækir í þægindarammann. 
 

Gesturinn:  Það eru ekki allir sem hafa það svona gott. Ekki allir sem lifa við  þau forréttindi að geta séð af einhverju. Svo er bara mismunandi hvernig fólk forgangsraðar. (Klárar úr glasinu)

 

Hulda: Ha? Já já. Það er þetta með að setja sig í spor annarra. . . 

 

Gesturinn: Einmitt (Sleppir glasinu á gólfið. Það brotnar) Fyrirmyndarfólk.

 

Hulda:  Úps.

 

Gesturinn:  Og aldeilis að ná ykkur á strik. . . Hvað?

 

Hulda: Nei nei. Hafðu ekki áhyggjur af þessu.

 

Gesturinn: Ég hef engar áhyggjur. Ekki lengur. 

bottom of page